: » 

Lög félagsins

Lög Tímaritsins Sónar og Óðfræðifélagsins Boðnar
 
1. gr.
Félagið heitir Tímaritið Són og Óðfræðifélagið Boðn. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
 
2. gr.
Tilgangur félagsins er að stuðla að rannsóknum á brag- og stílfræði kveðskapar að fornu og nýju. Þessum tilgangi skal félagið leitast við að ná með því m.a. að halda málþing a.m.k. árlega, gefa út tímaritið Són einu sinni á ári og vera bakhjarl Braga, óðfræðivefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 
3. gr.
Félagið er opið öllum sem áhuga hafa á starfsemi þess.  Inngöngu í félagið fylgir áskrift að Són og áskriftarverð þess er jafnframt árlegt félagsgjald.  Stjórn félagsins ákveður upphæð þess. Áskrifendur að Són við stofnun félagsins eru stofnfélagar.
 
4. gr.
Aðalfund félagsins skal halda fyrir febrúarlok ár hvert, og skal til hans boðað með viku fyrirvara.
 
5. gr.
Á aðalfundi skilar fráfarandi stjórn skýrslu um liðið starfsár og leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.  Reikningsár félagsins er almanaksárið.
 
6. gr.
Aðalfundur er lögmætur ef til hans er boðað með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Lagabreytingar eru einungis heimilar á aðalfundi. Einfaldur meirihluti ræður í öllum atkvæðagreiðslum í félaginu. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun árgjalds
  • Kosning í stjórn
  • Önnur mál
 
7. gr.
Stjórn félagsins skal vera skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum. Á aðalfundi skal kjósa þrjá aðalmenn og varamennina tvo til eins árs í senn. Auk þeirra þriggja eru ritstjóri Sónar og ritstjóri Braga – óðfræðivefs, sjálfkjörnir í stjórn félagsins og hafa þar atkvæðisrétt. Stjórnarmenn kjósa formann, ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Ritari er staðgengill formanns. Auk þess skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga til eins árs. Stjórn félagsins fer með málefni þess á milli aðalfunda.Formaður boðar til stjórnarfunda. Firmaritun er í höndum formanns og gjaldkera.
 
8. gr.
Són, tímarit um óðfræði, skal koma út a.m.k. einu sinni á ári. Stjórn félagsins velur ritstjóra sem jafnframt tekur sæti í stjórn félagsins, sbr. 7. gr. Stjórninni er heimilt að velja fleiri en einn ritstjóra í senn. Í því tilviki fara þeir saman með eitt atkvæði á stjórnarfundum.
 
9. gr.
Félagið er bakhjarl Braga, óðfræðivefs, í samtarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Stjórn félagsins velur ritstjóra vefsins í samráði við forstöðumann stofnunarinnar. Ritstjóri Braga situr í stjórn félagsins, sbr. 7. gr. Heimilt er að velja fleiri en einn ritstjóra í senn. Í því tilviki fara þeir saman með eitt atkvæði á stjórnarfundum.
 
10. gr.
Verði hagnaður af rekstri félagsins skal ráðstafa honum til að efla enn frekar rannsóknir á kveðskap.
 
11. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæð og renna eigir þess þá til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 
 
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi 4. maí 2013 og breytt á aðalfundi 22. janúar 2015.
Óðfræðifélagið Boðn    640513-0550