: » 

Són

Óðfræðifélagið Boðn gefur út tímaritið Són, ársrit um óðfræði, en svo nefnast fræðin um ljóðlist í víðasta skilningi.

Tímaritið gefið út í bókarformi og er að jafnaði um 150–220 blaðsíður.  Áskrift er innifalin í aðild að Óðfræðifélaginu Boðn.

Áskrift er hægt að panta með pósti á netfangið: askrift@bodn.is.

Són hefur hin síðari ár skipst í fjóra efnisþætti:
 • ritrýndar greinar
 • óðflugur
 • ritstjórnarefni, ritfregnir og fregnir af starfi Óðfræðifélagsins Boðnar
 • frumbirt ljóð/ljóðaþýðingar.
Fyrstu þrír efnisþættirnir mynda hver sinn bókarhluta en ljóðunum er skipað inn á milli greina.

Núverandi ritstjórar:
 • Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir (frá 2013) — annaing[hjá]hi.is — og
 • Haukur Þorgeirsson (frá 2014) — haukurth[hjá]hi.is.
 • Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík (frá 2017) — tdn1@hi.is
Áður hafa ritstýrt Són:
 • Kristján Árnason (2012)
 • Kristján Eiríksson (2003–2011)
 • Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2011–2013)
 • Rósa Þorsteinsdóttir (2008–2012)
 • Þórður Helgason (2003–2011)
Ritnefnd Sónar er svo skipuð síðan 2016:

Alda Björk Valdimarsdóttir, Bjarki Karlsson, Bjarni Stefán Konráðsson, Helgi Skúli Kjartansson, Klaus Johan Myrvoll, Kristján Árnason, Kristján Eiríksson, Kristján Jóhann Jónsson, Mikael Males, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson, Þórður Helgason, Þórunn Sigurðardóttir.

Óðfræðifélagið Boðn    640513-0550