Greinakall

Són lýsir eftir efni! Skilafrestur fyrir hefti ársins 2019 er 1. ágúst fyrir ritrýndar greinar en 15. september fyrir annað efni. Takið skilafrestinn alvarlega því að við viljum koma heftinu út í desember ef þess er nokkur kostur.
Són birtir ritrýndar greinar um allt það er lýtur að rannsóknum á ljóðlist – til dæmis frá sjónarhóli fagurfræði, bragfræði, þýðingafræði, málfræði, hugmyndafræði eða bókmenntasögu. Umfjöllun getur til dæmis verið um einstök skáld, kvæði, þemu, bókmenntastefnur eða tímabil allt frá elstu tíð til líðandi stundar.
Són birtir einnig greinar og pistla sem fara ekki í gegnum ritrýningarferli en birtast undir yfirskriftinni Óðflugur og umræðugreinar.
Són birtir jafnframt ritdóma og ritfregnir og vill gjarnan birta umfjöllun um ljóðlist, kveðskap og textagerð líðandi stundar.
Allt efni í Són er á íslensku en ritrýndum greinum fylgir útdráttur á ensku.
Handrit skulu send ritstjórum:
Aðalsteinn Hákonarson, adh3@hi.is
Haukur Þorgeirsson, haukurth@hi.is
Teresa Dröfn Njarðvík, tdn1@hi.is