Són hefur komið út árlega frá 2003. Tímaritið birtir eftirfarandi efni:
- Ritrýndar fræðigreinar
- Óritrýndar óðflugur
- Frumbirt ljóð
- Umfjöllun um nýjar ljóðabækur og fræðirit um óðfræði
Árið 2023 var tekin upp sú regla að birta mynd eftir skáld á forsíðu Sónar. Fyrsta skáldið sem átti mynd á forsíðu var Elísabet Jökulsdóttir. Árið 2024 var síðan mynd eftir Þórunni Valdimarsdóttur á forsíðu en á hefti ársins 2025 er mynd eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Áskrift að Són kostar 5000 krónur á ári og hana má panta með því að hafa samband við gjaldkera félagsins, Þorstein Björnsson (thb123@hi.is). Um leið er hægt að panta eldri hefti en um efni þeirra má fræðast með því að smella á tengla hér fyrir neðan.



















