Greinakall

Són lýsir eftir efni! Skilafrestur fyrir hefti ársins 2019 er 1. ágúst fyrir ritrýndar greinar en 15. september fyrir annað efni. Takið skilafrestinn alvarlega því að við viljum koma heftinu út í desember ef þess er nokkur kostur.
Són birtir ritrýndar greinar um allt það er lýtur að rannsóknum á ljóðlist – til dæmis frá sjónarhóli fagurfræði, bragfræði, þýðingafræði, málfræði, hugmyndafræði eða bókmenntasögu. Umfjöllun getur til dæmis verið um einstök skáld, kvæði, þemu, bókmenntastefnur eða tímabil allt frá elstu tíð til líðandi stundar.
Són birtir einnig greinar og pistla sem fara ekki í gegnum ritrýningarferli en birtast undir yfirskriftinni Óðflugur og umræðugreinar.
Són birtir jafnframt ritdóma og ritfregnir og vill gjarnan birta umfjöllun um ljóðlist, kveðskap og textagerð líðandi stundar.
Allt efni í Són er á íslensku en ritrýndum greinum fylgir útdráttur á ensku.
Handrit skulu send ritstjórum:
Aðalsteinn Hákonarson, adh3@hi.is
Haukur Þorgeirsson, haukurth@hi.is
Teresa Dröfn Njarðvík, tdn1@hi.is

Boðnarþing 11. maí 2019

Boðnarþing verður haldið laugardaginn 11. maí nk. í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg.

Boðnarþing er málþing um ljóðlist og óðfræði. Það er nú haldið í 7. sinn.

Dagskrá

(ágrip erinda má nálgast hér):

13:05    Þingsetning

13:15–13:45    Gauti Kristmannsson: Þýðingar án frumtexta

13:45–14:15    Ingibjörg Þórisdóttir: Ljótt er fagurt og fagurt ljótt  — Um íslenskar þýðingar á Macbeth eftir William Shakespeare

14:15–14:45    Soffía Auður Birgisdóttir: Kraumandi eldvirkni: Bæling og sköpunarkraftur. Um ljóð Emily Dickinson, „My Life has stood – a Loaded Gun –“.

 

14:45–15:15    Hlé

 

15:15–15:45    Helgi Skúli Kjartansson: Brageyra — tilsögn eða tilfinning?

15:45–16:15    Úlfar Bragason: Sigurbjörg

16:15–16:45    Þórhallur Eyþórsson: Kuhn, Haukur og aldur eddukvæða

Boðnarþing 2019

Boðnarþing, málþing um ljóðlist og óðfræði, verður haldið í 7. sinn laugardaginn 11. maí 2019.
Lýst er eftir erindum um allt það er lýtur að rannsóknum á ljóðlist – til dæmis frá sjónarhóli fagurfræði, bragfræði, þýðingafræði, málfræði, hugmyndasögu eða bókmenntasögu. Umfjöllun getur til dæmis verið um einstök skáld, kvæði, þemu eða tímabil allt frá miðöldum fram til líðandi stundar.
Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Hauks Þorgeirssonar (<haukur.thorgeirsson@arnastofnun.is> eða <haukurth@hi.is>) eigi síðar en 15. apríl 2019.
fh. stjórnar Boðnar