Són, tímarit um óðfræði og ljóðlist, lýsir eftir efni! Skilafrestur fyrir hefti ársins 2021 er 1. júní. Heftið mun koma út í desember.
Són birtir ritrýndar greinar um allt það er lýtur að rannsóknum á ljóðlist – til dæmis frá sjónarhóli fagurfræði, bragfræði, þýðingafræði, málfræði, hugmyndafræði eða bókmenntasögu. Umfjöllun getur til dæmis verið um einstök skáld, kvæði, þemu, bókmenntastefnur eða tímabil allt frá elstu tíð til líðandi stundar.
Són birtir einnig greinar og pistla sem fara ekki í gegnum ritrýningarferli en birtast undir yfirskriftinni Óðflugur og umræðugreinar. Són birtir jafnframt ritdóma og ritfregnir og vill gjarnan birta umfjöllun um ljóðlist, kveðskap og textagerð líðandi stundar. Són frumbirtir einnig ljóð og ljóðaþýðingar.
Efni í Són er að jafnaði á íslensku en ritrýndum greinum fylgir útdráttur á ensku.
Handrit skulu send ritstjórum:
Árni Davíð Magnússon, arnidavid@gmail.com
Helga Birgisdóttir, helgabi@hi.is
Teresa Dröfn Njarðvík, tdn1@hi.is
Hægt er að gerast áskrifandi að Són með því að senda ritstjórn tölvupóst eða hafa samband á fésbókarsíðu tímaritsins, Són og Boðn. Áskriftargjald er 3990 kr. og fá nýir áskrifendur síðustu tvo árganga Sónar í kaupbæti!