Boðnarþing 2019

Boðnarþing, málþing um ljóðlist og óðfræði, verður haldið í 7. sinn laugardaginn 11. maí 2019.
Lýst er eftir erindum um allt það er lýtur að rannsóknum á ljóðlist – til dæmis frá sjónarhóli fagurfræði, bragfræði, þýðingafræði, málfræði, hugmyndasögu eða bókmenntasögu. Umfjöllun getur til dæmis verið um einstök skáld, kvæði, þemu eða tímabil allt frá miðöldum fram til líðandi stundar.
Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Hauks Þorgeirssonar (<haukur.thorgeirsson@arnastofnun.is> eða <haukurth@hi.is>) eigi síðar en 15. apríl 2019.
fh. stjórnar Boðnar