Boðnarþing 11. maí 2019

Boðnarþing verður haldið laugardaginn 11. maí nk. í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg.

Boðnarþing er málþing um ljóðlist og óðfræði. Það er nú haldið í 7. sinn.

Dagskrá

(ágrip erinda má nálgast hér):

13:05    Þingsetning

13:15–13:45    Gauti Kristmannsson: Þýðingar án frumtexta

13:45–14:15    Ingibjörg Þórisdóttir: Ljótt er fagurt og fagurt ljótt  — Um íslenskar þýðingar á Macbeth eftir William Shakespeare

14:15–14:45    Soffía Auður Birgisdóttir: Kraumandi eldvirkni: Bæling og sköpunarkraftur. Um ljóð Emily Dickinson, „My Life has stood – a Loaded Gun –“.

 

14:45–15:15    Hlé

 

15:15–15:45    Helgi Skúli Kjartansson: Brageyra — tilsögn eða tilfinning?

15:45–16:15    Úlfar Bragason: Sigurbjörg

16:15–16:45    Þórhallur Eyþórsson: Kuhn, Haukur og aldur eddukvæða